top of page

1. Unnið með upplifun - Snæfellsjökull

Markmið

  • Að nemendur átti sig á þeim eiginleikum sem snjór hefur, það er lit hans, áhrifum kulda og hita á hann, hvernig hann getur umbreyst í vatn og af hverju og hvenær mestu líkurnar eru á snjó og hvaða aðstæður þurfa að vera til þess að hann nái að staldra við. Af hverju er til dæmis alltaf snjór á Snæfellsjökli en ekki á Hellissandi eða Rifi?

 

Viðfangsefni

Að vinna með snjó á fjölbreyttan hátt og nýta hvert námstækifæri sem gefst. Litur, skoða snjóinn í smásjá, heitt, kalt, árstíðir, bráðnun og uppgufun. Hægt er að vinna að verkefninu og búa til langt ferli þar sem líflegar umræður og tilraunir eiga sér stað. Með því að taka snjó inn í fati til frekari skoðunar gefast tækifæri til þess að skoða hann nánar undir smásjá og sjá lögun snjókorna (mikilvægt er að passa handfjatla ekki mikið þann snjó sem á að skoða heldur koma honum rólega fyrir skoðunarglerinu og skipta reglulega um snjó þannig að allir geti skoðað). Þegar búið er að skoða snjóinn er gaman og spennandi að móta og leika með snjóinn í fatinu. Í gegnum það ferli verða til spennandi uppgötvanir, snjórinn bráðnar – hvers vegna ætli það sé að gerast? Í framhaldinu er áhugavert að leyfa snjónum að bráðna í fatinu. Fylgjast með hversu langan tíma það tekur fyrir snjóinn að bráðna sem getur þá leitt af sér stærra og lengra ferli þar sem einnig er hægt að fylgjast með uppgufun. Inn í ferlið er hægt að blanda stærðfræði þar sem virkar mælingar eiga sér stað, hversu mikill snjór var tekinn inn? Hvað varð hann að miklu vatni? Hversu mikið lækkar yfirborð vatnsins vikulega í uppgufunarferlinu?

 

Leiðir

  • Leikur utandyra í snjó og umræður í kringum eiginleika hans.

  • Snjór tekinn inn í fati til þess að rannsaka og skoða betur eiginleikana og vinna frekar með hann og gera tilraunir.

 

Hlutverk kennara

Að kynna sér vel og þekkja eiginleika snjávar, bráðnun og uppgufun vatns. Í  gegnum ferlið er mikilvægt að kennari ýti undir uppgötvanir nemanda í gegnum virkar umræður. Hann nýti nærumhverfi leikskólans sem grundvöll umræðna, til dæmis: Af hverju er alltaf snjór á Snæfellsjökli?, Hvernig stendur á því að sá snjór bráðnar ekki allur?, Á hvaða árstíð kemur snjórinn? Ferlið þarf að vera vel skipulagt þannig að hægt sé að fanga áhuga nemendanna og halda áhuganum út ferlið.

20190212_082823.jpg
20190212_082607.jpg
20190212_113925.jpg
20190212_152317.jpg
20190212_161113.jpg
millilína heimasíða.png

2. Minn eigin Snæfellsjökull

Markmið

  • Að nemendur geti skapað sinn eigin Snæfellsjökul byggðan á þeirra eigin upplifun og sannfæringu.

 

Viðfangsefni

Unnið í gegnum sköpun, nemendum boðið að velja leiðir til þess að túlka og skapa sinn eigin Snæfellsjökul. Heiðskír og fallegur dagur valinn til þess að vinna að verkefninu. Annað hvort hægt að vinna af leikskólalóðinni með Snæfellsjökul fyrir augum eða inni þar sem hægt er að horfa út um gluggann og velta fyrir sér fyrirbærinu Snæfellsjökli. Hver nemandi í leikskólanum þekkir Snæfellsjökul mjög vel. Í þessu verkefni er áherslan á að draga fram mismunandi túlkun nemanda á jöklinum í gegnum sköpun.

 

Leiðir

  • Sköpun innandyra, fjölbreyttur efniviður í boði til þess að skapa sinn eigin Snæfellsjökul.

  • Sköpun utandyra, hægt að fara út með málningartrönur, málningu og liti til að mála jökulinn.

 

 

Hlutverk kennara

Að laða fram sköpunarkraft hvers og eins nemanda við túlkun á fyrirbærinu Snæfellsjökli. Að gæta þess að hafa sem minnst áhrif á ákvarðanir nemenda við efnisval, litaval eða annað sem skipt gæti máli í sköpunarferlinu. Mikilvægt er að kennari hafi fjölbreytt og mikið framboð á efnivið við sköpunina. Dæmi um efnivið gæti verið, málning, penslar, litir tússlitir, blað, steinar, efni, leir, kuðungar, tölur, íspinnaspýtur, lím, sandur, ydd, búðingur, heftari og margt, margt fleira sem kennara og nemendur gæti dottið í hug að sniðugt væri að nýta í sköpunina.

millilína heimasíða.png
bottom of page