top of page

1. Torfbærinn Þorvaldarbúð

Markmið

  • Að nemendur fái tækifæri til að kynnast húsakosti á Hellissandi í kringum aldamótin 1900.

  • Að þeir átti sig á hugtökunum gamalt og nýtt og muninum sem er á gamla tímanum og nútíma. Til dæmis mætti fjalla um það hvernig maturinn var eldaður eða þvotturinn þveginn.

 

Viðfangsefni

Torfbærinn Þorvaldarbúð skoðaður. Nemendur fá tækifæri til þess að upplifa og skoða gömul húsakynni og fræðast um lifnaðarhætti fólks á fyrri tímum. Áhersla á torfbæinn sjálfan (Hvernig ætli hann hafi verið búin til?), hlóðareldhúsið og baðstofuna.

 

Leiðir

  • Áður en farið er á vettvang er gagnlegt að skoða myndir af torfbæjum og þannig byggja upp áhuga og umræðu.

  • Vettvangsferð í Sjóminjasafnið þar sem torfbæinn Þorvaldarbúð er að finna. Áður en inn er farið má ræða úr hverju torfbærinn er búinn til.

  • Gott er að hafa myndavél með í för, jafnvel spjaldtölvur, þá geta nemendur sjálfir tekið ljósmyndir af því sem þeim þykir áhugavert. Myndirnar gefa svo tækifæri til þess að vinna frekar með upplifun og reynslu þegar heim er komið í leikskólann.

  • Verkefni unnið út frá gamla tímunum og þeim tímum sem nemendur þekkja í dag. Búið er til stórt veggspjald, því skipt upp í tvö hólf og annað hólfið láta fjalla um „gamla daga“ og hitt „daginn í dag“. Þannig geta nemendur áttað sig myndrænt á þeim mun sem þar er á milli, til dæmis með því að skoða myndir af þvottaaðstöðu, eldhúsi, svefnaðstöðu, húsum, fatnaði, og fleiru sem nemendur og kennarar hafa áhuga á að skoða nánar og um leið fræðast um.

 

Hlutverk kennara

Að hafa undirbúið sig og búa yfir þekkingu á torfbænum Þorvaldarbúð og lifnaðarháttum fyrri tíma. Mikilvægt er að vera vakandi yfir áhuga nemenda og grípa hvert námstækifæri sem gefst í ferlinu.

20180815_173742.jpg
millilína heimasíða.png

2. Sjóminnjasafnið,  fuglarnir, dýrin og bátarnir

Markmið

  • Að nemendur geti skoðað Sjóminjasafnið, fræðst um fugla og fiskategundir sem þar er að finna og skoðað áttæringana Blika og Ólaf Skagfjörð.

 

Viðfangsefni

Vettvangsferð frá leikskólanum að Sjóminjasafninu, safnið skoðað og unnið úr heimsókninni þegar heim er komið í leikskólann.

 

Leiðir

  • Unnið með fuglategund, í Sjóminjasafninu eru fjöldi uppstoppaðra fuglategunda sem gaman er að skoða og fræðast um. Ferð í safnið getur því verið leið til þess að komast í nánd við fuglategund sem verið er að vinna með í leikskólanum. Ef taka á hrafninn fyrir væri hægt í ferlinu að skoða hann nánar og séreinkenni hans í sjóminjasafninu.

  • Unnið með fisktegund, í Sjóminjasafninu er hægt að skoða stórar myndir af fjölda fisktegunda og er gagnlegt að skoða og dýpka skilning nemenda þegar unnið er með fisktegundir.

  • Fróðleikur og fræðsla um áttæringana Blika og Ólaf Skagfjörð.

  • Ljósmyndir teknar í ferðinni og nýttar til frekari frásagnar og samræðna.

  • Að ferðinni lokinni er gagnlegt að meta ferðina með hverjum nemanda. Hér má finna skráningarblað.

 

Hlutverk kennara

Að vekja athygli og eftirtekt nemenda á munum safnsins og sérstaklega á þeim munum sem verið er að taka fyrir í kennslu, eins og fyrr segir, til dæmis ef taka á fyrir Hrafninn eða ákveðna fisktegund.

53439572_362299481288024_467137914894444
54798406_418360102255891_693823144431766
53377731_2212245305692843_31328602693912
millilína heimasíða.png
bottom of page