top of page

1. Sjóminjasafnið og garðurinn

Markmið

  • Að nemendur kynnist útiumhverfi sjóminjasafnsins. Geti skoðað byggingarnar tvær að utan, safnið sjálft og torfbæinn ásamt styttunni Jöklarar.

  • Þeir átti sig á aðallit bygginganna og formum sem hægt er að finna í þeim.

 

Viðfangsefni

Útiumhverfi sjóminjasafnsins, hvað er þar að sjá og finna? Í gegnum leik og göngu er fræðst um svæðið og í gegnum það.

 

Leiðir

  • Vettvangsferð í sjómannagarðinn, útiumhverfið skoðað, heiti húsa kynnt, styttan skoðuð og rölt um svæðið.

  • Form og litir í umhverfi skoðað, hér er til dæmis hægt að taka með verkefnablöðin, Hvaða form: Þorvaldarbúð?, Hvaða form: Snæfellsjökull? og Para saman liti 1. Þessi verkefnablöð eru plöstuð og glærupenni tekin með.

  • Leikur að læra-aðferðinni beitt á flötinni fyrir framan Þorvaldarbúð. Unnið með form í umhverfinu, þríhyrning, ferning, ferhyrning. Þessi form höfð meðferðis (t.d. plöstuð form eða úr tangram-setti). Nemendur beðnir um að draga eitt form, segja hvað þeir drógu og fá fyrirmæli um ferðamáta, til dæmis hopp, hlaup eða skrið og til að para formið við samsvarandi form í umhverfinu.

  • Hvetja nemendur til hreyfingar í garðinum þar sem hólar og hæðir eru alls ráðandi, hoppa niður af steini, ganga upp tröppurnar (Hvað eru tröppurnar margar?), syngja á sviðinu og fara í leiki.

  • Hafa ruslapoka meðferðis ef eitthvert rusl er að finna.

  • Þegar í leikskólann er komið er unnið úr vettvangsferðinni. Hér má finna skráningarblað sem gott er að nota.

 

Hlutverk kennara

Að hafa meðferðis form, verkefnablöð ef á að nota þau. Sjá tækifærin í umhverfinu til fjölbreyttrar hreyfingar og hafa undirbúið sig fyrir létta kynningu á svæðinu og því sem það hefur að geyma.

20180815_173742.jpg
20180815_173752.jpg
20180815_173518.jpg
20180815_173530.jpg
20180815_173630.jpg
millilína heimasíða.png
bottom of page