top of page

Vettvangur verkefna

Allt í kringum leikskólann Kríuból má sjá fjölbreytt umhverfi og fallegar náttúruperlur. Umhverfið allt gefur fjölda námstækifæra sem nauðsynlegt er að nýta. Æskuslóðir geta verið stór hluti af okkur öllum og það er mikilvægt að efla áhuga og þekkingu á heimaslóðum í gegnum skemmtileg verkefni.

kort_Hellissandur_með_merkingum.png
Rif_kort_1_með_texta.png

Hellissandur

Rif

Hellissandur mynd.jpg

Hellissandur

Hellissandur er lítið þorp sem er hluti af Snæfellsbæ og íbúafjöldi er um 380 manns. Á Hellissandi má finna fallega náttúru umvafna hrauni og sjó. Þar má til dæmis finna skógarlundinn Tröð, tvö útilistaverk - verkin Beðið í von og Skipið, - þrjár skemmtilegar fjörur og sjóminjasafn.

20180815_170700.jpg

Höskuldsá

Höskuldsá skiptir Hellissandi upp í tvo megin hluta, Sand og Keflavík.

10256566_665241593513515_465583348897827

Snæfellsjökull

Snæfellsjökull er algjör náttúruperla og stolt Snæfellsbæjar.

Jökullinn er 1.446 metrar á hæð og lendir því í 8. sæti á lista yfir hæstu jökla á Íslandi. Flatarmálið er 11 ferkílómetrar. Undir Snæfellsjökli er virk eldstöð. Hann er hluti af þjóðgarðinum Snæfellsjökli sem stofnaður var árið 2001.

41168148_2146983685516437_33328341184917

Fjörurnar (Keflavíkurfjara,fjaran við Hellisbraut og Krossavík)

Fjörur bera alltaf með sér vissan sjarma og leyndardómsfull ævintýri og stundum skemmtilegar sögur. Þær fjörur sem hér er bent á hafa allar sitt séreinkenni. Krossavík er sandfjara en hinar tvær grjótfjörur.

20180815_165625.jpg

Drimbur

Drimbur er fallegt og opið svæði við hlið Keflavíkurfjöru þar sem áður fyrr var leikið og sprellað á hátíðardögum. Þar má einnig sjá gamlar húsarústir er nefnast Berurjóður en þar bjuggu hjónin Petrea Gróa Pétursdóttir og Gísli Stefánsson.Svæðið gefur fjölda tækifæra til leikja og útivistar.

20180815_174602.jpg

Skógarlundurinn Tröð

Það var Kristjón Jónsson sem hóf skógrækt í þessum lundi árið 1950 við mjög erfiðar aðstæður. Hann hélt þó ótrauður áfram og í dag er hægt að njóta þessa fallega umhverfis sem þar hefur skapast. Innan um aragrúa af trjátegundum og líflegt fuglalíf. Lundurinn skiptist upp í nokkur svæði og heita þau Stapi, Lundur, Börðin, Hestur, Margrétarlundur, Kleinuklettur og Flatirnar.

20180815_173718.jpg

Sjóminjasafnið á Hellissandi

Á sjóminjasafninu má finna margar gamlar minjar, til dæmis eru þar varðveitt tvö árskip, áttæringarnir Bliki og Ólafur Skagfjörð. Á safninu hefur einnig verið endurbyggð sú þurrabúð sem síðast var búið í á Hellissandi og nefnist Þorvaldarbúð. Garðurinn er víðáttumikill og þar má finna styttuna Jöklarar sem er minnisvarði um drukknaða sjómenn. Við fallega laut í hrauninu er lítið svið.

20180815_175448.jpg

Útilistaverkið Skipið

Skipið tendur miðsvæðis á Hellissandi og er eftir listamanninn Jón Gunnar Árnason sem var járnsmiður og listamaður að mennt. Listaverkið var reist árið 1987.

20180815_171936.jpg

Útilistaverkið Beðið í von

Beðið í von er eftir listamanninn Grím Marínó Steindórsson og var afhjúpað árið 2000. Verkið er af þremur konum og börnum sem standa á bakkanum og horfa til hafs. Listaverkið er til minningar um mannlíf og sjósókn á opnum bátum frá Hellissandi á liðnum öldum.

20180815_164617.jpg

Útikennslustofa

Útikennslustofan er við hlið leikskólans á víðáttumiklu túni. Svæðið veitir tækifæri til fjölbreyttra hreyfileikja, umhverfiskennslu og umhverfisvernd. Hægt er að setjast niður á hringlaga bekk, fræðast úti í náttúrunni og jafnvel kveikja eld.

20190119_142722.jpg

Rif

Rit er lítið þorp á milli Hellissands og Ólafsvíkur. Íbúafjöldi er um 150 manns. Á Rifi er sjávarútvegurinn allsráðandi, stór skipafloti og fiskvinnsla. Þar má einnig finna eitt stærðsta kríuvarp á landinu yfir sumartímann.

20180902_165803.jpg

Rifsós

Við Rifsós má finna fjölbreytt fuglalíf, stórt æðarvarp er úti í tveimur eyjum á ósnum. Í ósnum má einnig finna hornsíli. 

bottom of page