top of page

1. Snæfellsjökull: Hvíti liturinn

Markmið

  • Að vekja athygli yngstu nemandanna á Snæfellsjökli sem verður til þess að þeir geta tengt heiti hans við sjónmynd það er fyrirbærið Snæfellsjökul.

  • Þeir þekki megin útlitseinkenni sem er liturinn hvítur. Í gegnum verkefnið er því jafnframt verið að efla litaþekkingu í gegnum fyrirbæri í náttúrunni. Tenging á sér stað við fyrri reynslu sem leiðir af sér nýtt nám. Mikilvægt er að ferlið einkennist af upplifun í gegnum skynjun.

 

Viðfangsefni

Unnið með litinn hvítan og tengingu við fyrirbærið Snæfellsjökul. Þegar horft er á Snæfellsjökul er liturinn hvítur mest áberandi og þar leynast námstækifæri sem mikilvægt er að grípa með yngstu nemendum leikskólans.

 

Leiðir

  • Reglulegar vettvangsferðir þar sem áhersla er á að vekja áhuga á Snæfellsjökli og lit hans.

  • Í leik á leikskólalóðinni, að vekja áhuga og skoða saman Snæfellsjökul.

  • Nota áþreifanlegan efniðvið eins og snjó, þannig geta nemendur upplifað í gegnum

        skynfæri sín með því að sjá, snerta og smakka

 

Hlutverk kennara

Að kennari sjái námstækifærin í Snæfellsjökli og sjái sér fært að nýta þau. Hann leggi orð á allar athafnir sínar og stuðli þannig að auknum málþroska og orðaforða ungra barna. Að hann grípi áhuga barnanna og gefi sér tíma til þess að vinna með viðfangsefnið.

millilína heimasíða.png

2. Snæfellsjökull úr gervisnjó

 

Markmið

  • Að nemendur geti í gegnum upplifun leikið og mótað snjóinn eftir eigin höfði og búið til sinn eigin Snæfellsjökul.

 

Viðfangsefni

Eftir umfjöllun um Snæfellsjökul er gagnlegt að vinna nánar með upplifun og nýja þekkingu nemanda og þannig stuðla að frekari tengslum milli upplifunar og skilnings. Búin er til gervi snjór sem hægt er að móta og vinna með innandyra.

 

Leiðir

  • Nemendur móta Snæfellsjökul í gervi snjóinn, til hliðsjónar er gagnlegt að hafa myndir af Snæfellsjökli í vinnunni, jafnvel myndir sem nemendur hafa sjálfir tekið úr fyrri vettvangsferðum.

  • Unnið með fyrsta hljóðið S fyrir Snæfellsjökul, er hægt að spora S í gervi snjóinn?

  • Frjáls leikur með gervi snjóinn

 

Hlutverk kennara

Er ásamt nemendum að búa til gervi snjóinn sem  er um leið skemmtileg tilraun. Það sem þarf til þess að gera snjóinn er stórt fat eða skynjunar kassi, 3- 4 bleiur og vatn. Bleiurnar eru lagðar í vask með tappann fyrir niðurfallinu. Kalt vatn látið renna vel yfir bleiurnar og þær látnar liggja ofan í vatninu í smá tíma. Þegar bleiurnar hafa tekið til sín allt vatnið eru þær opnaðar og það sem er inn í þeim er sett í fat. Til er orðin gervi snjór sem gaman er að leika að.

20190213_095442.jpg
20190213_095913.jpg
20190213_100003.jpg
20190213_100108.jpg
20190213_100239.jpg
millilína heimasíða.png
bottom of page