top of page

1. Fjársjóðsleit og listaverkið Skipið

Markmið                       

  • Að nemendur veiti í gegnum spennandi fjársjóðsleit listaverkinu Skipinu eftir Jón Gunnar Árnason eftirtekt og spái í útlit þess og form.

 

Viðfangsefni

Lítil fjársjóðsleit um Hellissand sem endar við listaverkið Skipið með það að markmiði að nemendur læri að þekkja listaverkið og geti sagt þriðja aðila frá því í gegnum bréf eða teikningar.

 

Leiðir

  • Fjársjóðskort útbúið og sjóræningjapersóna búin til. Persónan leiðir hópinn áfram í leit að fjársjóðnum. Gott er að nota þá hugmynd að persónan hafi sent leikskólanum bréf og í því beiðni um aðstoð. Hér er bréf sem hægt er að nýta. Hægt er að auðga leiðangurinn með því að bæta fyrirmælum um alls konar hreyfingu inn í leiðbeiningar sem leiða nemendurna að fjársjóðskistunni.

  • Hér má finna eina útgáfu af fjársjóðskorti sem hægt er að nota. Einnig er hægt að búa til sitt eigið fjársjóðskort og fylla út eftir því sem hentar hverjum hópi og þeim markmiðum sem unnið er að.

  • Fjársjóðurinn er látinn í litla kistu og falinn á einhverjum góðum stað við listaverkið. Í kistunni getur verið ýmislegt, til dæmis, ávextir, snakk, saltstangir eða steinar málaðir í gylltum lit.

  • Persónan biður í lokin nemendur að senda kistuna til baka ásamt upplýsingum um listaverkið.

  • Listaverkið ásamt upplýsingum um það er skoðað vel, gott er að taka myndavél með í leiðangurinn. Taka má myndir, rifja upp vettvangsferðina þegar í leikskólann er komið og halda umræðum áfram.

  • Í leikskólanum skrifa nemendur sjóræningjanum bréf um listaverkið, það getur verið einstaklings- eða hópaverkefni. Einnig er gaman ef nemendur vilja teikna mynd af listaverkinu að senda honum.

  • Í gegnum bréfaskriftirnar þjálfast nemendur í ritun og frásögn. Ef kennari vill fá meira út úr verkefninu er hægt að láta sjóræningjann svara nemendum með öðru bréfi.

 

Hlutverk kennara

Að undirbúa vettvangsferðina og þekkja vel leiðbeiningar og leiðina að fjársjóðskistunni. Við upplestur og leiðarlýsingu á bréfi ætti að reyna að túlka og sýna upplifun í gegnum svipbrigði. Að kynna nemendum listaverkið Skipið og fá fram þeirra hugmyndir um það.

20180815_175448.jpg
Fjársjóðskort Hellissandur mynd.png
millilína heimasíða.png
bottom of page