top of page

Vettvangsferð í Rif

Markmið

  • Að nemendur kynnist bæjarkjarnanum Rif og hvað þar er að finna, til dæmis ósnum eða kríunum ef farið er að vori. Að börnin geti notið kyrrðar, hlustað á fuglahljóð og notið þess að ganga um Rifið.

 

Viðfangsefni

Gönguferð um Rif, umhverfi skoðað vel, svo sem hús, götuheiti, fuglar og ósinn. Góður tími gefinn til þess að hægt sé að upplifa og njóta.

 

Leiðir

  • Gengið um bæinn og umhverfinu veitt eftirtekt og staldrað við og rýnt frekar í viðfangsefni eftir áhuga nemenda.

  • Umhverfisvernd, ílát undir rusl með í för, svo hægt sé að stuðla að hreinu umhverfi.

  • Hægt að taka fuglahljóðabingóið með og sitja við ósinn og athuga hvort að sjáist til þeirra fugla sem þar eru á mynd. Hér má finna fuglahljóðabingóið. Muna þarf eftir glærupennum svo hægt sé að merkja við tegundir, ef sést til fugla.

  • Ef einhver nemandi á heima í Rifi má skoða og rannsaka vel húsið hans. Hægt að nota verkefnið Húsið mitt til hliðsjónar. Það má finna hér.

  • Við ósinn er spennandi að skoða hvort að sjáist til síla. Ef svo er og nemendur sýna áhuga væri áhugavert að lesa söguna um Halla hornsíli þegar heim er komið í leikskólann.

 

Hlutverk kennara

Að undirbúa vettvangsferðina og geta kynnt fyrir nemendum bæjarkjarnann Rif. Að kennari gæti þess að nota umhverfið sem uppsprettu kennslu og leikja.

millilína heimasíða.png
bottom of page