top of page

 

Fjölbreyttar fuglategundir á Rifi

Á Rifi má finna margar fuglategundir sem gaman er að fylgjast með og fræðast um, þar má sjá: Kríu, æðarfugl, álft, stokkönd, grágæs, urtönd, skúfönd, rauðhöfðaönd, skógarþröst, tjald, spóa, músarrindil, maríuerlu, þúfutittling, lóuþræl, heiðlóu, sílamáf, óðinshana, svartbak, hrafn, hettumáf, sandlóu og sendling.

 

Hér má sjá smá fróðleik um helstu fuglategundirnar og gaman væri að fræðast nánar um þær með leikskólanemendum. Einnig má finna skemmtilegan fróðleik sem gagnast vel í skólastarfi á fuglavef Menntamálastofnunnar. Hann má skoða hér.


 

Heiðlóa útlínur.png
Kría útlínur.png

Kría

Krían kemur hvert sumar á Rif um miðjan maí. Þar má finna eitt stærsta varpland kríunnar á Íslandi. Einkenni hennar eru svört hetta frá goggrótum og aftur á hnakka, hún er blágrá að aðallit með djúpklofið stél. Krían er mjög tignarlegur fugl sem lætur vel í sér heyra þegar hún er mætt á svæðið með háværu gargi.

Heiðlóa

Heiðlóa er oftast nefnd lóa og er meðalstór vaðfugl. Helstu einkenni hennar eru svartur goggur og fremur langir vængir. Að sumri til skartar hún fallegum búningi þar sem hún er svört að framan og neðan en guldökkflikrótt að ofanverðu.

Kríu garg -
00:00 / 00:00

Æðarfugl

Æðarfugl er algengasta önd landsins og heldur sig nær eingöngu á og við sjó. Á Rifi eru tvær varpeyjur æðarfugls í Rifsósi. Einkenni æðarfugls eru ólík eftir því hvort um er að ræða karl- eða kvenfugl. Karlfuglinn, bliki, er hvítur að ofan og svartur að neðan, með svarta kollu á höfðinu. Kvenfuglinn er dökkrauðbrún, þverrákóttur að neðan, dökkflikróttur að ofan og fínrákáttur á höfði og hálsi.

æðarfugl útlínur.png
Æðarfugl -
00:00 / 00:00
Lóa -
00:00 / 00:00

Álft

Álftin, einnig þekkt sem svanur, er auðþekkjanlegur fugl út frá séreinkennum sínum, það er stærð , lit og löngum hálsi, og eru bæði kyn eins í útliti. Álftin er stærsti varpfugl landsins.

álft útlínur.png
Álft -
00:00 / 00:00

Tjaldur

Tjaldurinn er í hópi stærstu vaðfugla sem verpa á Íslandi. Megineinkenni hans eru að hann er svartur um bak, höfuð og háls niður á bringu en hvítur að neðan. Tjaldurinn er mjög hávaðasamur fugl og verpir einkum í möl og sandi nálægt sjó, þó líka við ár og vötn inn til landsins og stundum í grónu landi.

Tjaldur útlínur.png
Hrafn_útlínur_teikning.png

Hrafn

Það þekkja allir hrafninn eða krumma eins og margir kalla hann. Krumminn er stærstur allra spörfugla. Einkenni hans er að hann er sterklega byggður, með fremur langa og breiða fingraða vængi og fleyglaga stél, alsvartur að lit. Gaman er að hlusta eftir krunkinu hans sem er dimmt og hávært önnur hljóð sem hann gefur frá sér eru til dæmis gómskellir.

Tjaldur -
00:00 / 00:00
Hrafn -
00:00 / 00:00

Hettumáfur

Hettumáfur er minnsti máfurinn sem verpir á Íslandi. Hann á sinn sumar- og vetrarbúning. Sumarbúningur hans einkennist af ljósgráu baki og vængjum en annars er fuglinn að mestu hvítur með dökkbrúna hettu sem nær niður á háls. Garg hettumáfsins er frekar skerandi og hann er mjög hávær yfir varptímann.

Hettumáfur -
00:00 / 00:00
Hettumáfur útlínur.png
skógarþröstur útlínur.png

Skógarþröstur

Þrösturinn einkennisfugl íslenskra birkiskóga og garða í þéttbýli. Hann er meðalstór spörfugl, dökkmóbrúnn að ofan og hvítur eða ljósgulur að neðan.

Skógarþröstur -
00:00 / 00:00

Heimildir: Jóhann Óli Hilmarsson. (1999). Íslenskur fuglavísir. Reykjavík: Iðunn

Teikningar: Elí Örn Helgason, Eirný Svana Helgadóttir og Birta Líf Helgadóttir

bottom of page