top of page

1. Dúllerí á Drimbum: Náttúra og börn

Markmið

  • Að nemendur átti sig á fjölbreytileika plantna allt frá áferð, lögun, stærð, lit til sérstakra eiginleika.

  • Að þeir geti frjálsir og eftir áhuga upplifað og rannsakað eigin náttúru í fallegu umhverfi.

  • Að þekkingarferli og -öflun geti haldið áfram þegar heim er komið í leikskólann.

 

Viðfangsefni

Gengið er að Drimbum eða að öðru stóru opnu svæði sem gefur nemendum tækifæri til að rannska og upplifa fjölbreytileika plantna á eigin forsendum. Meðferðis þarf að hafa bókaplast (jafnvel krossviðarplötu til þess að líma bókaplastið á), tape-límband og bók um plöntur. Bókaplastinu (með límflötinn upp) er tyllt með tape-límbandi á krossviðarplötuna eða nokkuð sléttan flöt í náttúrunni, til dæmis stóran stein. Nemendum eru gefin fyrirmæli um að finna og tína plöntur sem vekja áhuga þeirra og setja á bókaplastið. Þegar lokið hefur verið við að fylla listaverkið er bókaplastinu lokað með öðru bókaplasti og það tekið heim í leikskólann. Til verður minning um ferð á viðkomandi stað og námstækifæri innan leikskólans. Eru blóm í fjölbreyttum litum á myndinni? Hvað eru mörg blóm á myndinni? Stór og lítil blóm og svo framvegis.

 

Leiðir

  • Vettvangsferð þar sem bæði er áætlað að tína og líma plöntur á bókaplastið. Um leið fræðast úti í guðs grænni náttúrunni um plöntur og eiginleika þeirra og að sú fræðsla haldi áfram í leikskólanum.

  • Vettvangsferð þar sem markmiðið er einungis að tína plöntur og taka með heim í leikskólann. Þar er bókaplastinu tyllt upp með tape-límbandi jafnvel út í glugga eða á vegg og nemendur velja hvaða plöntur skal líma á bókaplastið. Plöntubókin er höfð með í stundinni og fræðst um plönturnar.

 

Hluverk kennara

Er að fanga augnablikin sem gefast til þess að grípa áhuga og þannig efla þekkingu barna á fjölbreyttum plöntum. Að geta svarað spurningum um plöntur og þess vegna er gott að búa sig undir verkefnið og hafa plöntubókina meðferðis í vettvangsferðina. Nemendum á leikskólaaldri finnst mjög spennandi að leita svara í stórum bókum. Að þekkingaröflun sé haldið áfram þegar aftur er komið í leikskólann.

20190117_161746.jpg
20190117_162049.jpg
20190117_162222.jpg
millilína heimasíða.png

2. Eins og fuglinn frjáls

Markmið

  • Að nemendur geti leikið og uppgötvað frjálst um svæðið Drimbur sem býður upp á fjölbreytta möguleika til hreyfingar og sköpunar

 

Viðfangsefni

Frjáls leikur og hreyfing í fallegri náttúru sem einkennist af grænni flöt, hólum, hæðum og skemmtilegum leynistöðum sem geta auðgað og gert leiki nemanda spennandi og lærdómsríka.

Leiðir

  • Vettvangsferð að Drimbum þar sem nemendum er gefinn kostur á því að leika og hreyfa sig frjálst um svæðið, uppgötva og efla félagsleg tengsl í gegnum leik.

  • Myndavél höfð meðferðis til þess að bæði nemendur og kennarar geti tekið myndir. Myndirnar hengdar upp í leikskólanum sem veita áframhaldandi tækfifæri til frásagna og umræðna.

  • Að vettvangsferð lokinni er gagnlegt að skrá upplifun nemandanna. Hér má finna skráningarblaðið.

 

Hlutverk kennara

Að vera virkur þátttakandi á forsendum nemenda og geta í gegnum leik þeirra séð og gripið námstækifæri og nýtt þau. Mikilvægt er einnig að ef upp koma spurningar sem ekki er hægt að svara á staðnum að finna svör þegar heim er komið í leikskólann.

bottom of page