top of page

1. Saumað í skóginum

Markmið

  • Að nemandi geti í gegnum snertingu fundið fjölbreytta áferð og stærð laufblaða og þjálfað um leið fínhreyfingar sínar.

 

Viðfangsefni

Unnið með laufblöð að hausti til, börnin finna og tína mismunandi laufblöð, þegar búið er að safna nægilega miklu af laufblöðum eru saumaðar saman laufblaðalengjur sem jafnvel er hægt að taka aftur heim í leikskólann og skreyta með. Mikilvægt er að hafa snæri og nálar meðferðis ef um vettvangsferð er að ræða, Í staðinn fyrir nálar er einnig hægt að nota grannar greinar sem finna má í skóginum.

 

Leiðir

  • Hægt er að fara í vettvangsferð í skóginn með það að markmiði að safna laufum og sauma laufblaðalengjur þegar heim er komið í leikskólann.

  • Fara í vettvangsferð þar sem markmiðið er að vinna verkefnið úti í náttúrunni, það er bæði að finna lauf og sauma saman laufblaðslengjur.

  • Einnig er gaman að taka með bréfaklemmur eða reglustiku og æfa sig í að mæla laufblöð.

 

Hlutverk kennara

Að vera leiðbeinandi, vekja áhuga og nýta námstækifærin sem fylgja laufblöðunum. Til dæmis: Hvernig eru þau á litinn, eru þau öll eins á litinn?, Er hægt að búa til eitthvað mynstur með laufblaðalengjunni (t.d. stórt, lítið, stórt lítið eða grænt, gult, grænt, gult)?, Eru öll laufblöðin sömu stærðar? Af hvernig tré er öll laufblöðin? Koma þau af sömu trjátegund eða fleiri en einni.

50223099_379682252596634_772698052441302
49342222_380437379190293_365552212390602
millilína heimasíða.png

2. Könglaleiðangur í skógarlundinn Tröð

Markmið

  • Að nemendur þekki hugtakið köngull og geti tengt það við sjálft fyrirbærið.

  • Að þeir viti af hvaða trjátegundum þeir falla þar sem verið er að tína.

  • Að könglarnir geti verið nemendum uppspretta að öðru námi.

 

Viðfangsefni

Vettvangsferð að vori í skógarlundinn Tröð með fötur sem ílát undir könglana. Hver nemandi tínir köngla, skoðar og upplifir í gegnum eigin skynfæri. Þegar tínslu er lokið gefa könglarnir mörg tækifæri til frekara náms, eins sem efniviður til sköpunar.

 

Leiðir

  • Umræður áður en haldið er í vettvangsferð um tilgang og einkenni köngla.

  • Vettvangsferð í skógarlundinn Tröð, könglar tíndir í fötu og unnið úr því sem aflast á staðnum, til dæmis með því að vigta köngla hvers og eins á stafrænni vigt, telja og flokka eftir stærð (Hvað á ég marga litla?, Hvað á ég marga stóra?)

  • Skrifa má nafnið sitt með könglum, búa til form úr könglum (kennari gæti haft meðferðis plöstuð form en þá er hægt að móta eftir fyrirmynd), raða könglunum upp í línu og athuga hvað hún er til dæmis mörg hænuskref, fara í frjálsan leik með könglana í skóginum.

  • Vinna má með sköpun, búa til könglakarla, mála könglana, nýta þá þegar tekur að vetra og setja fuglafóður á þá (hér má sjá það verkefni)

  • Könglar gefa einnig tækifæri til náms í Lubbi finnur málbein. Í Lubba-starfi er hægt að leggja áherslu á fyrsta og síðasta hljóð ásamt Lubba-táknum. Einnig væri hægt að fara í skógar Lubba-hljóðabingó þar sem kennari hefur útbúið hljóðatáknaspjöld með algengum fyrstu hljóðum sem finna má í skóginum, til dæmis hljóðunum Kk, Tt, Gg, Ss, Ff, Mm, Ll og fleiri hljóðum sem eiga við þann vettvang sem farið er á.

Hlutverk kennara

Að undirbúa vettvangsferðina, afla sér upplýsinga um tilgang köngla, finna myndir af könglum og vekja áhuga nemenda á tilgangi og útlitseinkennum köngla. Fá fram hugmyndir nemanda að sköpunarverkefnum og vinna áfram með köngla sem uppsprettu námstækifæra.

millilína heimasíða.png
bottom of page