top of page

1. Heimsókn í Berurjóður

Markmið

  • Að nemendur kynnist og geti skoðað Berurjóður sem eru varðveittar húsarústir á Drimbum.

 

Viðfangsefni

Vettvangsferð að Drimbum og Berurjóður skoðað og vangaveltur um útlit hússins á fyrri tímum.

 

Leiðir

  • Myndavél höfð meðferðis til þess að skrá og auðvelda upprifjun úr ferðinni seinna meir.

  • Húsið skoðað vel bæði innan og utan rammans. Hvar ætli heimilisfólkið hafi sofið?, Eldað matinn sinn?, Ætli þau hafi átt eldavél?, Þvottavél?, Hvar ætli útidyrahurðin hafi verið?, Úr hverju er húsið búið til?, Hvernig gat sá sem byggði húsið komið efninu upp á hólinn?

  • Tilvalið er að taka með nesti og sitja að snæðingi inni í húsinu á meðan umræður eiga sér stað.

  • Muna þarf eftir íláti undir rusl.

  • Nemendur fá leyfi til að leika frjálst á svæðinu.

  • Nemendur skrá reynslu sína af ferðinni þegar í leikskólann er komið. Hér má finna skráningarblaðið.

 

Hlutverk kennara

Að taka virkan þátt í vettvangsferðinni, spyrja opinna spurninga og fá nemendur til þess að velta fyrir sér tilveru Berurjóðurs og hvernig hafi verið að búa þar. Að kennari taki þátt í frjálsa leiknum á forsendum nemendanna.

20180815_165625.jpg
millilína heimasíða.png
bottom of page